Getur Verið

Getur Verið

Sálin Hans Jóns Míns

Длительность: 4:04
Год: 2006
Скачать MP3

Текст песни

Hvert sem ég fer
Hvar sem ég er
Hvort sem ég dvelst þar eða hér
Heldur hugur minn til, hugur minn til
Hjá þér – já, hjá þér

Þó rigni í nótt
Og þarnæstu nótt
Þótt spáin sé slæm og útlitið ljótt
Skal ég þramma til þín, þramma til þín
Og krjúpa á kné

Getur verið – að þú viljir mig ei
Getur verið – að þú viljir ei mann eins og mig

Í ökkla ég veð
Slyddu og snjó
Arka' yfir eld, ég fæ aldrei nóg
Já, það kemur að því, kemur að því
Að ég klófesti þig

Tinda ég klíf
Hrófla á mér hnéð
Brýt niður berg ef þarf ég þess með
Nei, ég gefst ekki upp, gefst ekki upp
Og staulast til þín

Getur verið – að þú viljir mig ei?
Getur verið – að þú neitir mér mey?
Getur verið – að þú viljir ei mann eins og mig

Hvert sem ég fer
Hvar sem ég er
Hvort sem ég dvelst þar eða hér
Heldur hugur minn til, hugur minn til
Hjá þér – já, hjá þér

Getur verið – að þú viljir mig ei?
Getur verið – að þú neitir mér mey?
Getur verið – að þú viljir ei mann eins og mig